Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Þemu á blog.is

Hér má finna skjölun um þemasniðið á blog.is ásamt ýmsum tengdum upplýsingum sem gætu komið væntanlegum þemahöfundum að gagni.

Þemu og þemapakkar

Þema er safn skráa í sér möppu. Þegar möppunni með öllu innihaldi hennar er pakkað í zip-skrá kallast það þemapakki. Hægt er að sækja þemapakka fyrir öll þemu, sem notandi hefur aðgang að, með því að fara í Útlit → Þemapakkar í stjórnborðinu. Þar er einnig hægt að stofna ný þemu með því að senda inn þemapakka.

Þemað þarf að innihalda eina YAML-skrá, theme.yaml og a.m.k. eina CSS-skrá, theme.css. Þemað getur einnig innihaldið aðrar skrár, s.s. myndir og aðrar css-skrár, og er þá vísað í þær úr theme.yaml eða theme.css.

YAML er gagnalýsingasnið eins og t.d. XML, en er mun læsilegra fyrir venjulegt fólk en önnur slík snið. Því er nánar lýst á heimasíðu YAML-hópsins. Sniðið er mjög einfalt og fljótlært: allt sem þemahönnuðir þurfa að vita um það má læra á fimm mínútum.

CSS (Cascading Style Sheets) er útlitslýsingarmál, sérstaklega hannað fyrir vefsíður og skilgreint af vefstaðlaráðinu, W3C (World Wide Web Constortium). Á vef W3C er að finna sérstaka heimasíðu fyrir CSS-sniðið, þar sem m.a. er tengt inn á staðlaskilgreiningarnar. Margar vefsíður fjalla um CSS; hér er t.d. gagnlegur tenglalisti. Einnig eru til margar bækur um CSS.

YAML-skráin

YAML-skráin theme.yaml er kjarninn í þemaskilgreiningunni. Hér verður skoðað dæmi um hana. Að mestu er miðað við Rembrandt-þemað, en ýmsu bætt við til að sýna stillingar sem ekki eru notaðar þar.

Ætlast er til þess að YAML-skráin notist við ISO-8859-1 stafasettið, en ekki t.d. UTF-8. Síðar kann að verða hægt að stilla stafasettið með því að tilgreina það með einhverjum hætti í theme.yaml, en stuðningur fyrir slíkt er ekki fyrir hendi enn sem komið er.

YAML-skráin skiptist í allt að þrjú undirskjöl, sem aðgreind eru með "---" á sér línu: (1) almennar stillingar; (2) síðueiningalista; og (3) stílsniðsbreytur og tilbrigðalýsingu. Tvö fyrstnefndu undirskjölin eru nauðsynleg; hið þriðja er valfrjálst.

(1) Almennar stillingar

Fyrsta undirskjalið Í YAML-skránni innheldur ýmsar upplýsingar um þemað. Sumar skipta máli fyrir útlit þess eða virkni, aðrar eru einungis fyrir mannleg augu.

system-name o.fl.

system-name : rembrandt
name        : Rembrandt - með tilbrigðum
description : Skjalað dæmi um þemasniðið á blog.is

system-name er kerfisnafn þemans og jafnframt nafn möppunnar sem þemaskilgreiningin er í. Það þarf að vera strengur, sem eingöngu samanstendur af enskum lágstöfum, tölustöfum, "-", "_" og er einkvæmur fyrir eiganda þemans. Sami notandi getur semsagt ekki haft tvö eða fleiri þemu með sama system-name.

name og description eru nafn þemans og lýsing á mannamáli. name er það sem birtist í þemalistum; sem stendur birtist description hvergi, og þeim reit má sleppa ef vill.

Höfundur o.fl.

copyright   : Morgunblaðið 2006
author      : Netdeild Morgunblaðsins (Baldur Kristinsson)
author-url  : http://www.mbl.is/
date        : 2006-05-05
version     : 1.0
license     : GPL
license-url : http://www.gnu.org/licenses/gpl.txt
public      : yes

Hvatt er til þess að þemahöfundar tilgreini höfund, notkunarleyfi og dagsetningu með þeim hætti sem sést hér að ofan. Þessir reitir eru þó valfrjálsir.

Sviðið public hefur engin áhrif sem stendur, en kann síðar að verða notað til að ákvarða hvort aðrir en eigandi þemans eigi að geta notað það og/eða sótt þemapakka með því.

Skráalisti

files:
  - alexander.jpg
  - arrow.gif
  - books.jpg
  - bullet.gif
  - nightwatch.jpg
  - preview.png
  - readme.txt
  - romance.jpg
  - theme.css
  - youth.jpg

Hvatt er til þess að þemaskilgreiningunni fylgi listi yfir þær skrár, sem notaðar eru í þemanu. Slíkur listi er þó valfrjáls.

Bakgrunnur

background:
  - system-body: $[system_body_background]
  - system-content: $[system_content_background]

Ekki er ætlast til þess að CSS-skráin innihaldi útlitsskilgreiningar fyrir síðuhluta sem bera auðkenni (ID) sem hefjast á "system-". Séu slíkar útlitsskilgreiningar fyrir hendi kunna þær að verða síaðar út úr CSS-skránni við birtingu. Þemahöfundar geta þó stjórnað bakgrunn þessara síðuhluta með því að tilgreina hann í YAML-skránni eins og sést hér að ofan. system-body er síðan sem heild neðan við hausinn (þ.m.t. svæðið bak við auglýsinguna hægra megin); system-content er ramminn sem umlykur svæðið sem sjálft blogginnihaldið birtist á (content).

Gildið í þessum sviðum er notað sem skilgreining fyrir CSS-eiginleikann background, þannig að hér er ekki einungis hægt að tilgreina bakrunnslit, heldur einnig bakgrunnsmyndir og staðsetningu þeirra.

Sem sjá má eru notuð breytunöfn í bakgrunns-skilgreiningunni hér að ofan. Gildi stillibreytnanna eru tilgreind í þriðja undirskjalinu. Bakgrunnsstillingarnar eru sem stendur eini staðurinn í theme.yaml þar sem stuðningur er fyrir að setja inn breytugildi með þessum hætti.

Eftir innsetningu á breytunum $[system_body_background] og $[system_content_background] verður útkoman í ofangreindu dæmi:

background:
  - system-body: #806759
  - system-content: #bf7660

Lágmarksbreidd

min-width: 1080

Ef þema er með breytilega breidd eða miðjað innihald, getur verið erfitt að skilgreina css-reglur sem hindra að auglýsingin hægra megin fari yfir efni síðunnar hjá notendum með lága skjáupplausn eða mjóan vafraglugga. Hér kemur stillingin min-width til hjálpar með því að stilla lágmarksbreidd fyrir síðuna án þess að þurfa að lauma inn reglum fyrir div með auðkenni sem hefjast á "system-". Gildið þarf að vera milli 800 og 1200.

Ath: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu.

Viðbótar-div

add-divs : 4

Hægt er að nota add-divs-sviðið til að bæta við <div>-tögum inn í ákveðnar síðueiningar, einkum dálkabox og bloggfærslur. <div> þessi fá CSS-klasanöfn frá "add1" og allt að "add8", enda eru leyfileg gildi fyrir þetta svið milli 1 og 8.

Ath: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu, en er t.d. notuð í árstíðaþemunum til að skilgreina rúnnuð horn á viðkomandi síðuhlutum.

Dagsetingarstaðsetning

blog-entry-date: inside

Hægt er að nota þetta svið (sem reyndar er ekki notað í Rembrandt-þemadæminu) til að hafa áhrif á staðsetningu dagsetninga við bloggfærslur. Nothæf gildi hér eru: inside (sjálfgefið), outside og after.

Venjulega (þ.e. ef "inside" eða ekkert er tilgreint) er dagsetning hverrar bloggfærslu fremst í færslunni, framan við fyrirsögnina og inni í <div>-inu með klasanum blog-entry.

Ef "outside" er tilgreint, er dagsetning hverrar bloggfærslu utan við <div>-ið með klasanum blog-entry. Þannig má nota dagsetninguna sem eins konar fyrirsögn, sem verður sameiginleg fyrir fleiri en eina bloggfærslu ef þær eru frá sama degi (að því tilskildu að dagsetningarsniðið sem notandinn valdi innifeli ekki tíma heldur einungis dag).

Ef "after" er tilgreint kemur dagsetningin ekki ofan við bloggfærsluna heldur neðan við hana, í stöðulínuna þar sem flokkar, fastur tengill og (ef við á) breytingartími sjást.

Viðbótar-CSS

extra-css:
  Blog-frontpage    : blog-frontpage.css
  Photo-album-image : album-image.css

Undir "extra-css" er hægt að tilgreina css-skjöl sem einungis eru notuð á tilteknum undirsíðum. Lykillinn er síðu-ID (sjá síðar í þessu skjali) og gildið heiti css-skrárinnar.

Ath.: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu.

Stílsnið fyrir prentun

print-css: print.css

Sé þess óskað getur þemahönnuður tilgreint sérstakt stílsnið fyrir prentun. Það er gert eins og sést hér að ofan.

Ath.: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu.

Myndastærðir

Eftirtaldar stillingar varðandi myndastærðir og tengd mál eru fyrir hendi í þemalýsingunni fyrir Rembrandt-þemadæmið:

album-thumb-size: 90
album-thumb-format: square
album-thumbs-per-row: 5
album-image-size: 700
album-image-size-blog: 500

Eftirtaldar tvennar stillingar geta einnig haft áhrif á myndbirtingu, en eru ekki fyrir hendi í Rembrandt-þemadæminu:

album-thumbs-per-row-blog: 4
blog-entry-thumb-size: 300

Hér er nánari útlistun á merkingu þessara stillinga:

  • album-thumb-format: Getur verið "square" eða "proportional"; gert er ráð fyrir "square" ef ekkert er tilgreint. Smámyndir á yfirlitssíðu í myndaalbúmi eru ferningslaga ef gildið er "square"; annars er hlutföllum haldið í smámyndunum.
  • album-thumb-size: Lengri hlið smámyndar í dílum. Getur verið heiltala á bilinu 20-120 eða heiltala sem gengur upp í 10 á bilinu 130-240. Sjálfgefið gildi er 100.
  • album-thumbs-per-row: Heiltala sem gefur til kynna fjölda smámynda í röð á albúm-yfirlitssíðu. Sjálfgefið gildi er 0, sem þýðir að ekki er reynt að stjórna þessu, heldur er vafranum látið það eftir að reyna að koma fyrir eins mörgum smámyndum og hægt er í hverja línu.
  • album-thumbs-per-row-blog: Hliðstætt við album-thumbs-per-row, en á við hið sérstaka tilvik þegar yfirlitssíðan birtist í bloggumhverfi (með vinstri/hægri dálk o.s.frv.) fremur en albúm-umhverfi. Sem stendur er þó ekki stuðningur fyrir slíka birtingu, þannig að stillingin hefur ekki áhrif.
  • album-image-size: Heiltala sem gefur til kynna lengd lengri hliðar þeirrar myndar sem sést, þegar smellt er á smámynd á albúm-yfirlitssíðu. (Þegar svo aftur er smellt er á þessa stærri útgáfu, er myndin kölluð fram í fullri stærð). Eftirtalin gildi eru leyfileg: 480, 500, 600, 640, 700, 800 og 1024. Sjálfgefið gildi er 600. Sé upphaflega myndin minni en sem nemur þessu gildi er hún ekki stækkuð.
  • album-image-size-blog: Hliðstætt við album-image-size, en á við um myndina sem kemur fram þegar smellt er á mynd sem tengd hefur verið við bloggfærslu. Sjálfgefið gildi er 500.
  • blog-entry-thumb-size: Birtingarstærð myndar sem tengd hefur verið við bloggfærslu í færslunni sjálfri. Sjálfgefið gildi er 300.

(2) Síðueiningalisti

Síðueiningarnar og uppröðun þeirra

Í öðru undirskjalinu í YAML-skránni er lýst uppröðun síðueininga á síðunum.

Blog-frontpage:
  - Header-image
  - main-container
  -
    - Simple-navigation
    - Main-content
    - nav
    -
      - About-box
      - Navigation-box
      - Recent-entries-box
      - Categories-box
      - Pages-box
      - Custom-boxes-links
      - Calendar-box
      - Photos-albumlist-box
      - Photos-recent-box
      - Custom-boxes-html
      - Custom-boxes-people
      - Custom-boxes-books
      - Custom-boxes-music
      - Visits-box

Eins og sést hér að ofan er lykillinn heiti meginsíðueiningar (Blog-frontpage) og gildið er listi (eða öllu heldur tré) sem sýnir hvaða síðueiningar eiga að birtast í viðkomandi síðu, í hvaða röð þær eiga að vera og hvernig á að hópa þær saman.

Þau gildi í þessum lista sem eru með stórum upphafsstöfum eru síðueiningarnar sjálfar (t.d. About-box), en gildi með litlum upphafsstöfum eru <div> sem þemahöfundur skilgreinir sjálfur til að hópa saman tilteknum síðueiningum eða hafa með öðrum hætti áhrif á útlit síðunnar ("main-container", "nav"). Hið sérstaka gildi "Main-content" gefur til kynna staðinn þar sem meginsíðueiningin (í þessu tilfelli "Blog-frontpage") á að birtast.

Nöfn meginsíðueininganna eru sem hér segir:

  • Blog-frontpage: Bloggforsíða (nýjustu bloggfærslur).
  • Blog-entry: Stök bloggfærsla.
  • Blog-month: Bloggfærslur í tilteknum mánuði.
  • Blog-day: Bloggfærslur á tilteknum degi.
  • Blog-category: Bloggfærslur í tilteknum flokki.
  • Blog-search: Leitarform/-niðurstöður fyrir blogg.
  • Blog-fixed-pages: Fastar síður (listi)
  • Blog-guestbook: Gestabók bloggs
  • About: Um höfundinn
  • Video: Sýna myndskeið
  • Photo-album: Myndaalbúm - smámyndir með titlum.
  • Photo-image: Stök mynd (í albúmi eða utan)

Nöfn annarra síðueininga eru sem hér segir:

  • About-blog-box: Box um bloggið
  • About-box: Box um höfundinn
  • Amnesty-box: Fréttir frá Amnesty International
  • Archives-box: Mánuðir með bloggfærslum
  • Blog-friends-box: Bloggvinalisti
  • Blogs-link: Bloggarnir mínar (tengill á yfirlitssíðu)
  • Calendar-box: Dagatal
  • Categories-box: Listi yfir flokka
  • Colophon: Höfundarréttarupplýsingar
  • Countdown-box: Niðurtalning
  • Community-boxes: Ýmiss konar efni af blog.is
  • Custom-boxes-books: Bókalistar
  • Custom-boxes-html: Notandaskilgreint HTML-box
  • Custom-boxes-links: Tenglalistar
  • Custom-boxes-music: Tónlistarlistar
  • Custom-boxes-pages: Sérsniðinn færslulisti (box)
  • Custom-boxes-people: Listar yfir fólk
  • Custom-boxes-rss: RSS-box
  • Header-image: Blogghaus, e.t.v. með mynd
  • Header-title: Titill síðu
  • Mbl-boxes: Ýmiss konar efni af mbl.is
  • Music-player-box: Tónlistarspilari
  • Navigation-box: Leiðakerfis-box
  • Pages-box: Tenglar á fastar síður (box)
  • Photos-albumlist-box: Nýjustu myndalbúmin mín
  • Photos-link: Myndirnar mínar (tengill á yfirlitssíðu)
  • Photos-recent-box: Nýjustu myndirnar mínar
  • Poll-box: Skoðanakannanir
  • Recent-comments-box: Nýjustu athugasemdirnar
  • Recent-entries-box: Nýjustu bloggfærslur
  • Search-box-blog: Leitarbox fyrir bloggið þitt
  • Search-box-mbl-news: Leitarbox fyrir fréttir mbl.is
  • Simple-navigation: Einföld vöfrunarstika
  • Videos-recent-box: Nýjustu myndskeiðin mín
  • Visits-box: Heimsókna-box
  • Xmas-countdown-box: Niðurtalning til jóla

Auk þess að lista síðueiningar er hægt að tilgreina hvaða síðueiningar eiga að birtast á tiltekinni síðu með því að gefa til kynna að hún eigi að erfa aðra síðu, sem þegar hefur verið skilgreind:

Blog-entry:
  inherit: Blog-frontpage

Ef tiltekin síða er ekki tilgreind í listanum yfir síðueiningar er gert ráð fyrir að hún erfi Blog-frontpage.

Sérhver síðuskilgreining þarf beint eða óbeint að innihalda tilvísun í Main-content. Annars er þemaskilgreiningunni hafnað og villa kemur upp í vinnslu síðunnar.

Nöfn síðueininganna eru um leið nöfn (ID) þeirra <div>-a sem síðueiningarnar birtast inni í. Ef ekkert innihald er tiltækt til að birta í einhverri síðueiningu er þeirri síðueiningu sleppt ásamt umlykjandi <div>-i hennar.

Birtingarumhverfi síðueininganna

Hér að neðan sést ögn einfölduð mynd af birtingarumhverfi síðueininganna hvað umlykjandi HTML varðar. Þemahöfundur hefur sjálfur töluverða stjórn á hvað birtist þar sem stendur "INNIHALD HÉR" en ætti sem áður sagði ekki að reyna að hafa áhrif á annað í CSS-reglum sínum.

<body id="system-body" class="theme-rembrandt">
  <div id="system-content">
    <div id="content" class="blog-content">
      <!-- INNIHALD HÉR -->
    </div>
  </div>
  <div id="system-top"><!-- SÍÐUHAUS HÉR --></div>
  <div id="system-right-container">
    <div id="system-right">
      <div id="system-right-ad">
        <!-- AUGLÝSING HÉR -->
      </div>
    </div>
  </div>
  <!-- TALNINGARKÓÐI HÉR -->
</body>

CSS-klasi <body>-tagsins breytist eftir þemanu. CSS-klasi content-<div>sins er blog-content á bloggsíðum, album-content á albúmsíðum en other-content ef síðan heyrir hvorki undir blogg né myndaalbúm.

Til að geta fullnýtt sér möguleikana þarf þemahöfundur náttúrulega að skoða HTML síðnanna og kerfisstílsniðin (system.css og defaults.css) gaumgæfilega.

(3) Stílsniðsbreytur og stílbrigði

Í þriðja undirskjali YAML-skrárinnar er hægt að skilgreina bæði stílsniðsbreytur og svokölluð stílbrigði, en það eru samstillt gildi fyrir margrar stílsniðsbreytur í einu.

Stílsniðsbreytur

Hægt er að skilgreina breytur í theme.yaml og setja tilvísanir í þær breytur í theme.css. Í theme.yaml stendur þá t.d.:

heading_color:
  default:      #993700
  label:        Litur á fyrirsögnum
  configurable: yes

Og í theme.css er gildi breytunnar sett inn svona svona:

h1,h2,h3,h4,h5 { color: $[heading_color]; }

Þetta getur verið gagnlegt í tvennum tilgangi: annars vegar til að gera það auðveldara að búa til mörg svipuð þemu, og hins vegar til að gera notanda þemans kleift að stilla þessar breytur undir Útlit → Þemastillingar í stjórnborðinu án þess að þurfa að sýsla með þemapakka.

Í ofangreindu dæmi er heading_color augljóslega breytunafnið. Gildi lykilsins default (#993700) er sjálfgefið gildi breytunnar; label er skýringartextinn sem sést við viðkomandi breytu í stjórnborðinu (sé hún stillanleg); og configurable gefur til kynna hvort notandanum leyfist að stilla breytuna eður ei (gert er ráð fyrir "no" ef þetta er ekki tekið fram).

Stílbrigði

Til að tilgreina stílbrigði þarf fyrst að skilgreina hina sérstöku breytu VARIANTS:

VARIANTS:
  default-variant: Næturverðir Rembrandts (sjálfgefið)
  books:           Bókahillan
  youth:           Heilbrigð ungmenni
  alexander:       Alexander mikli
  romance:         Rómantísk kvöldstund

default-variant-lykilinn þarf að tilgreina, en það er nafn meginstílbrigðisins. Gott er að láta koma fram í lýsingunni að um sjálfgefið stílbrigði sé að ræða. Hin gildispörin gefa til kynna nafn og lýsingu þeirra stílbrigða, sem skilgreina á.

Stílbrigðagildin fyrir stillibreyturnar eru svo tilgreind eins og sjá má af eftirfarandi dæmi:

blog_header_font:
  default:      italic 2em tahoma
  label:        Letur fyrirsagnar í blogghaus
  configurable: yes
  variants:
    books:      italic 2em tahoma
    alexander:  italic 2em georgia
    youth:      bold 2em 'comic sans ms',sans-serif
    romance:    italic 2em palatino,'book antiqua','times new roman',times,serif

Viðeigandi gildi eru semsagt sett undir variants og lykluð á nafn viðkomandi stílbrigðis. Ekki þarf að tilgreina gildi fyrir tiltekið stílbrigði ef það á að vera hið sama og fyrir sjálfgefna stílbrigðið.

Síðast breytt 20.8.2009. Upphafleg útgáfa: maí 2006.

Ingólfur Sigurðsson | 22.1.2025

Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki

Ingólfur Sigurðsson Lúmskasta þjóðernishreinsunin er sú hættulegasta, sú sem fram fer á Vesturlöndum, gegn Vesturlandabúum, og femínistar og aðrir jafnaðarfasistar standa fyrir henni. Þegar Óðinn bloggari hér gerði ísraelska fánann að sínu fangamarki brást Jónatan vinur… Meira
Bjarki Tryggvason | 22.1.2025

Sjálfstraust Pæling III-IV

Bjarki Tryggvason 3. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig, og reyndu ekki að apa eftir þeim. Engum er fært sem þér að vera þú sjálfur. 4. Og mundu það einnig, að flest fólk, án tillits til þess, hversu sjálfsöruggt það virðist vera, er oft álíka kvíðafullt og hikandi… Meira
Rúnar Kristjánsson | 21.1.2025

Endurreisn ómennskunnar !

Rúnar Kristjánsson Í breskri sögu er talað um árið 1660 sem endurreisnina. Þar er talað út frá konungssinnuðum viðhorfum. Margt var þá gert mörgum til óþurftar, þegar hatursfullt og hefndarsjúkt fyrri tíma vald komst að kjötkötlunum á ný fyrir aumingjadóm þeirra sem tóku… Meira
Jóhannes Loftsson | 21.1.2025

Leyndardómur Parísarsamningsins

Jóhannes Loftsson Undirskrift Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á fyrsta degi kom ekki á óvart. Fáir átta sig þó á því að með undirskriftinni var hann að gera Íslendingum mikinn greiða, því hann uppljóstraði stærsta leyndarmáli Parísarsamningsins.… Meira
Jónas Gunnlaugsson | 21.1.2025

Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?

Jónas Gunnlaugsson Loks sjáum við svart á hvítu hættuna af því að hafa aðeins einn góðan flugvöll á Reykjavíkursvæðinu. Og ekki er á það bætandi að byggja annan við sömu eldgosahættuna. Flugsérfræðingarnir, upplýsi um hvað er gáfulegast að gera í málefnum flugsamganga.… Meira
Heimssýn | 21.1.2025

Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni

  Heimssýn Ríkisstjórnin vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samband Íslands við Evrópusambandið. Það mætti spyrja svona: Viltu að íslenska ríkið leiti samninga um víðtæka fríverslun við Evrópusambandið, sem leyst gæti af kvaðir sem leiða af upptöku laga og reglna… Meira
Arnar Loftsson | 21.1.2025

Trump tekur til hendinni á fyrsta degi

Arnar Loftsson Gulf of Amercia Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði á þriðjudag að endurnefna Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. „Innan 30 daga frá dagsetningu þessarar fyrirskipunar skal innanríkisráðherrann... grípa til allra viðeigandi aðgerða til að… Meira
ÖGRI | 21.1.2025

Herratíska : ZEGNA á tískuviku í Mílanó fyrir haust.vetur 2025 - 26

ÖGRI ZEGNA hélt glæsilega sýningu á tískuviku herra fyrir haust og vetur 2025 2026 í Mílanó . Fyrirsætar voru margir hverjir vel við aldur og orange - rauður litur er greinile ga komandi með haustinu .… Meira
Trausti Jónsson | 21.1.2025

Vindhraði og stormar (fleiri línurit)

Trausti Jónsson Enn eru línurit á dagskrá, enn fleiri tímaraðir úr fórum ritstjóra hungurdiska. Í þetta sinn er sjónum beint að vindhraða og illviðratíðni. Illviðratíðnin er það atriði veðursögunnar sem ritstjórinn hefur lengst sinnt (ekki endilega þó best), eða allt… Meira
Skákfélag Akureyrar | 21.1.2025

Pörun í fjórðu umferð Skákþingsins

Skákfélag Akureyrar Pörunin má finna inni á chess-results . Umferðin hefst kl. 18.00… Meira
Birgir Loftsson | 21.1.2025

Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025

Birgir Loftsson Eins og þeim er kunnugt sem lesa þetta blogg, hefur bloggritari gaman af góðum ræðum. Þar sem íslenskir fjölmiðlar bjóða ekki upp á þýðingu á ræðu Trumps, hefur bloggritari ákveðið með Goggle translate að þýða ræðu hans með lagfærðingum. Hún er… Meira
Björn Bjarnason | 21.1.2025

Inga Sæland – spilling frá a til ö

Björn Bjarnason Inga fer sjálf með prókúru flokksins. Hér hefur flokknum verið lýst sem kennitölu. Er augljóst að Inga Sæland gætir hagsmuna hennar af alúð.… Meira
Stjórnmálin.is | 22.1.2025

Var Íslandi hótað?

Stjórnmálin.is Ég hef stundum furðað mig á því hvers vegna íslenzk stjórnvöld sendu einfaldlega ekki annað bréf til... Lesa meira… Meira
Guðjón E. Hreinberg | 22.1.2025

Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"

Guðjón E. Hreinberg Hvernig er hægt að halda fram eins fjarstæðukenndri vitleysu, og í tengdri frétt, eftir allt sem á undan er gengið síðan í febrúar/mars 2020, eftir allt það efni sem allir jónar og gunnur landsins hafa haft aðgang að framhjá upplýsingaóreiðu elítunnar !… Meira
Þorsteinn H. Gunnarsson | 21.1.2025

Skírn og ferming

Þorsteinn H. Gunnarsson Flokkur Fólksins er búinn að fá nafn. Engin athugasemd var gerð um kjörseðlana í kosningum. Það var allt saman löglegt, það ég veit og í góðu standi. Þannig að gamla fólkið sem er búið að byggja þetta land, leggja vegi, byggja brýr og hafnir. Það er… Meira
Gunnar Rögnvaldsson | 21.1.2025

Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf

Gunnar Rögnvaldsson   Fréttamenn í áfalli yfir að frá að spyrja forseta landsins spurninga. Og vita varla hvaðan á þá standa fréttirnar Fjölmiðlar vesturlanda, verndarenglar Biden-skólpfötunnar, í áfalli yfir að Bandaríkin skuli aftur vera komin með forseta Fyrri… Meira
Geir Ágústsson | 21.1.2025

Þeir eru víða, nasistarnir

Geir Ágústsson Árið er núna 2025. Það eru 80 ár síðan Þýskaland nasismans gafst upp og helstu böðlar ríkisins handteknir og jafnvel teknir af lífi. Ekkert nasistaríki hefur orðið til síðan þá. Að vísu lifir systurhugmyndafræði nasismans, kommúnisminn, enn víða góðu… Meira
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir | 21.1.2025

Vita ekkert um samband innlagna og flensusprauta hérlendis

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir Setti inn þessa færslu hér neðar 11. jan.sl. og sagðist ætla að upplýsa um svarið þegar það kæmi. Svarið var „nei“, bæði hjá sóttvarnarlækni og LSH. Ekkert skoðað hvort þeir sem eru að leggjast inn vegna flensunnar hafi fengið… Meira
Ásgrímur Hartmannsson | 21.1.2025

Trump byrjar vikuna vel

Ásgrímur Hartmannsson Trump byrjar á besta hugsanlega hátt "Trump’s executive order covers an array of actions Biden took throughout his term, ranging from nixing Diversity, Equity, and Inclusion (DEI) policies to the southern border and the climate." Það er vídjó: Ef… Meira
Jóhann Elíasson | 21.1.2025

ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGAR KOMAST UPP MEÐ HRYÐJUVERKIN Í SAMBANDI VIÐ FLUGVÖLLINN?????

Jóhann Elíasson Er bara setið yfir honum og hann er bara í því að éta allt ofan í sig sem hann sagði áður, eins og bókun 35, borgarlínuna, orkupakkana og svona mætti lengi telja, hvenær skyldi koma að þessum manni flökrar við eigin ælu og hættir að kyngja… Meira
Óðinn Þórisson | 21.1.2025

Hroki Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins eða félagasamtaka Ingu Sæland ?

Óðinn Þórisson Formanni Flokks fólksisns finnst bara allt í lagi að flokkur greiði ekki til baka peninga frá hinu opinbera sem flokkurinn fékk úthlutað þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaskilirði. Þegar blaðamaður innti formanninn eftir svörum varðandi öryrkja og… Meira
Rúnar Már Bragason | 21.1.2025

Er alþingi orðið aumingjastofnun?

Rúnar Már Bragason Þessi spurning kemur upp í hugann þegar hugsað er til ríkisstyrktra stjórnmálaflokka. Rétta sagt félagasamtaka, Flokk fólksins, sem fær ríkisstyrk en er ekki stjórnmálaafl í lýðræðislegum skilningi. Hvers konar aumingjavæðing er þetta. Hún var vissulega… Meira
Arnar Þór Jónsson | 21.1.2025

Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.

Arnar Þór Jónsson Eitt fyrsta embættisverk nýs Bandaríkjaforseta var að segja upp aðild BNA að WHO með vísan til þess að WHO sé spillt stofnun sem hafi algjörlega brugðist í "kófinu" og vinni nú á því að skerða fullveldi þjóðríkjanna . WHO er að langmestu leyti fjármögnuð… Meira
Gústaf Adolf Skúlason | 21.1.2025

Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump

Gústaf Adolf Skúlason Donald Trump er sestur við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu og leyfði blaðamönnum að vera með sér dágóðan tíma samtímis og hann skrifaði undir forsetatilskipanir eins og að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu og losa Bandaríkin úr klóm Alþjóða… Meira
Gústaf Adolf Skúlason | 21.1.2025

Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump 6

Gústaf Adolf Skúlason Donald Trump er sestur við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu og leyfði blaðamönnum að vera með sér dágóðan tíma samtímis og hann skrifaði undir forsetatilskipanir eins og að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu og losa Bandaríkin úr klóm Alþjóða… Meira
Óðinn Þórisson | 21.1.2025

Hroki Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins eða félagasamtaka Ingu Sæland ? 3

Óðinn Þórisson Formanni Flokks fólksisns finnst bara allt í lagi að flokkur greiði ekki til baka peninga frá hinu opinbera sem flokkurinn fékk úthlutað þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaskilirði. Þegar blaðamaður innti formanninn eftir svörum varðandi öryrkja og… Meira
Arnar Þór Jónsson | 21.1.2025

Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi. 3

Arnar Þór Jónsson Eitt fyrsta embættisverk nýs Bandaríkjaforseta var að segja upp aðild BNA að WHO með vísan til þess að WHO sé spillt stofnun sem hafi algjörlega brugðist í "kófinu" og vinni nú á því að skerða fullveldi þjóðríkjanna . WHO er að langmestu leyti fjármögnuð… Meira
Geir Ágústsson | 20.1.2025

20. janúar 2025 8

Geir Ágústsson Ég vil byrja á að deila myndbandi með fyrirsögninni „Ó kæra/kæri, þetta myndband eltist ekki vel“, þar sem farið er yfir djarfar yfirlýsingar fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þáttastjórnenda, Hollywood-stjarna, álitsgjafa og annarra í… Meira
Ingólfur Sigurðsson | 21.1.2025

Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Ráðherrann spýtir í lófana og boðar framkvæmdir. 4

Ingólfur Sigurðsson Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Eyjólfi Ármannssyni, Jóhanni Páli Jóhannssyni og Þorgerði Katrínu að undanförnu, nýjum ráðherrum. Jóhann Páll boðar framkvæmdir, og athafnir, og samkvæmt því er Samfylkingin orðin lengra til hægri en… Meira
Heimssýn | 21.1.2025

Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni 3

  Heimssýn Ríkisstjórnin vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samband Íslands við Evrópusambandið. Það mætti spyrja svona: Viltu að íslenska ríkið leiti samninga um víðtæka fríverslun við Evrópusambandið, sem leyst gæti af kvaðir sem leiða af upptöku laga og reglna… Meira
Páll Vilhjálmsson | 21.1.2025

Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst 7

Páll Vilhjálmsson Eftir embættistök Donald Trump og fyrstu forsetatilskipana eru aðeins tvö kyn opinberlega viðurkennd í Bandaríkjunum. Í tíð Biden fráfarandi forseta var leyft að auðkenna kyn sitt í bandarísku vegabréfi með X. Ekki lengur, nú eru menn annað tveggja karl… Meira
Magnús Sigurðsson | 21.1.2025

Stunguskófluslektið komið á kreik 8

Magnús Sigurðsson Reykjavíkurborg hefur nú úthlutað lóð undir þjóðarhöll . Herlegheitin meta fjármálséní borgarinnar á rúma 2 milljarða. Borgin heldur þannig eftir vel á annan milljarð, -að teknu tilliti til kostnaðarskiptingar borgar og ríkis. Einhverjum kann sjálfsagt… Meira
Guðjón E. Hreinberg | 21.1.2025

Hvað með Bæden 4

Guðjón E. Hreinberg Já, Biden hefur sett "blanket" náðun á alla ættingja sína og viti menn; náðun handa Dr. Fauci á allt sem hann hefur gert frá og með 2014. En það er ekki fréttnámt á Stórastakommúnistalandi. Hversu margir Múglendingar vita af Barisma og Hunter… Meira
Jóhannes Loftsson | 19.1.2025

Miklar breytingar framundan með Trump 3

Jóhannes Loftsson Vænta má mikilla breytinga með endurkomu Trump. Sagt er að sagan sé rituð af sigurvegurunum. En stærsta vandamál ráðamanna lýðræðisríkja sem reyna að breyta sögunni sér í hag er að það koma alltaf nýjar kosningar. Þegar nýir valdhafar taka við er oft… Meira

Bílar og aksturBílar og akstur

Birgir Loftsson | 18.1.2025

Engin jarðtenging við gerð Fossvogsbrúar?

Birgir Loftsson "Framkvæmdir við Fossvogsbrú eru hafnar. Bygging hennar er hluti af samgöngusáttmálanum. Umferð um brúna verður ætluð borgarlínu, gangandi og hjólandi vegfarendum." segir á RÚV og áætlaður kostnaður er 8 milljarðar króna, slóð: Framkvæmdir hafnar við… Meira

BækurBækur

Ásgrímur Hartmannsson | 12.1.2025

Hin forna Róm, ofl.

Ásgrímur Hartmannsson Klassík Í þessum geira Stutt spjall Nenni engu af þessu Lítum aðeins aftur til hinnar fornu Rómar.… Meira

Enski boltinnEnski boltinn

Jóhann Elíasson | 2.1.2025

SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........

Jóhann Elíasson Og sannfærir mann um að eitthvað gott sé eftir í heiminum.....… Meira

FerðalögFerðalög

Bryndís Svavarsdóttir | 13.1.2025

Áramóta-annáll fyrir árið 2024

Bryndís Svavarsdóttir ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2024 TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. Árið byrjar alltaf eins, á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar… Meira

HeimspekiHeimspeki

Ragnar Geir Brynjólfsson | 5.1.2025

Þróun heimsmyndar – Ný sýn á raunveruleikann í ljósi skammtaflækju

Ragnar Geir Brynjólfsson Skammtaflækja (e. quantum entanglement), eitt af meginfyrirbærum skammtafræðinnar, hefur breytt þeirri heimsmynd sem mótaðist á grundvelli klassískrar eðlisfræði. Í einföldu máli felst skammtaflækja í því að tvær (eða fleiri) skammtaagnir (quantum… Meira

KjaramálKjaramál

Örn Ingólfsson | 19.10.2024

Flugfélagið Pley

Örn Ingólfsson Engin furða að Flugfélagið Play lendi undir á Íslenska markaðinum sem lággjaldaflugfélag, því stórasta félagið á Íslandi býður upp á allsherjar afþreyingu fyrir alla! En ég sem almennur Íslendingur sem hefur flogið víða erlendis með öðrum lággjalda… Meira

LífstíllLífstíll

Jens Guð | 8.1.2025

Framhald á frásögn af undarlegum hundi

Jens Guð Þegar hér var komið sögu var hundinum komið fyrir í Kirkjubæ, fámennu smáþorpi á Straumey. Flottu þorpi með sögu. Úti fyrir þorpinu er smá hæð á veginum. Þar er einnig eins og dæld. Venjulega er ekið þar um á litlum hraða. Samt nógum til að bíllinn eins… Meira

LöggæslaLöggæsla

Þorsteinn Valur Baldvinsson | 29.11.2024

Gott að hafa tölur réttar

Þorsteinn Valur Baldvinsson Kárahnjúkastífa er 8.4 milj m3. Desjarár stífla er 2.4 milj m3. Sauðárstifla er 1.2 milj m3. Þetta gera nálægt 12.000.000 m3 og þá eru m3 í 60 km af jarðgöngum ekki taldir með.… Meira

Menning og listirMenning og listir

Elfar Logi Hannesson | 19.1.2025

Erfiðar slitnar byggðir

Elfar Logi Hannesson Ég hef verið að stúdera ljóðheim ljóðabónda Vestfjarða, Guðmundar Inga Kristjánssonar, frá Kirkjubóli í Öndunarfirði. Sá orti nú, einsog frandi Einar Kárason segir gjarnan, litla vitleysu eða kunni að nefna það. Víst var ljóðabóndinn einsog margt… Meira

Pepsi-deildinPepsi-deildin

Sigurður Kristján Hjaltested | 2.12.2024

Slepptu því.

Sigurður Kristján Hjaltested Menn sem vita ekki munin á karlmönnum og kvenmönnum og tilbúnir að eyðileggja okkar tungumál á skálum woke-ista, hafa ekkert á þing að gera. Vertu blessaður.… Meira

SjónvarpSjónvarp

Anna Ólafsdóttir Björnsson | 9.5.2023

Euro-visnandi

Anna Ólafsdóttir Björnsson Mun gera mitt allra besta til að fyllast brennandi áhuga á Eurovision. Elskaði Húsavíkurkvikmyndina og einkum framlag tengdasonar Árna Péturs (þetta skilja sumir). Enn er tími til stefnu. Eitt klikkar aldrei, atkvæðagreiðslan! Ábyggilega heldur ekki… Meira

Spil og leikirSpil og leikir

Skákfélag Akureyrar | 21.1.2025

Pörun í fjórðu umferð Skákþingsins

Skákfélag Akureyrar Pörunin má finna inni á chess-results . Umferðin hefst kl. 18.00… Meira

Stjórnmál og samfélagStjórnmál og samfélag

Stjórnmálin.is | 22.1.2025

Var Íslandi hótað?

Stjórnmálin.is Ég hef stundum furðað mig á því hvers vegna íslenzk stjórnvöld sendu einfaldlega ekki annað bréf til... Lesa meira… Meira

TónlistTónlist

Bárður Örn Bárðarson | 3.3.2024

Alice 1975

Bárður Örn Bárðarson Árið 2021 skrifaði ég nokkra pistla um einstakar plötur sem höfðu haft áhrif á líf mitt og tengdi þær þeim stunum sem þær komu inn. Ég hélt þetta út frá janúar fram í ágúst. En ákvað þá að láta staðar numið að sinni. (minnir mig, alla vega finn ég ekki… Meira

Trúmál og siðferðiTrúmál og siðferði

Tómas Ibsen Halldórsson | 6.1.2025

Einn fremsti stjórnmálamaður sem við höfum átt!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson Margir stuðningsmenn Bjarna Ben. hafa farið stórum um ágæti þess manns. Þessir sömu aðilar virðast þó hafa gleymt þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei, ALDREI , misst jafn mikið fylgi eins í forustu þess manns. Þegar ég sagði mig úr… Meira

UmhverfismálUmhverfismál

Árni Davíðsson | 5.1.2025

Réttu máli hallað

Árni Davíðsson Það er ekki rétt að sveit­ar­fé­lögin hafi bannað dreif­ingu taðs á opin svæði og það er bæði heimilt að nýta það til upp­græðslu og ræktunar. Það þarf bara að gera það af einhverju viti og með leyfi landeigenda. Hversvegna Linda Björk… Meira

ÚtvarpÚtvarp

Gústaf Adolf Skúlason | 14.10.2023

Er Útvarp Saga á barmi gjaldþrots?

Gústaf Adolf Skúlason Þegar ársskýrslur Útvarps Sögu undanfarin 3 ár eru skoðaðar kemur í ljós að félagið er í dúndrandi taprekstri. Tap félagsins fyrir 2022 er 20.729.660 kr og fyrir ár 2021 var tapið 16.244.311 kr eða samtals krónur 36.973.971 kr. Starfsmannakostnaður hefur… Meira

Viðskipti og fjármálViðskipti og fjármál

Sigurður Þorsteinsson | 9.12.2024

Endurtalning

Sigurður Þorsteinsson Farið var fram á endurtalningu í Kraganum í s.l. kosningum. Ef rétt er að um örfá atkvæði var að ræða þegar tveir þingmenn féllu út af þingi, finnst mér full ástæða fyrir endurtalingu. Finnst þessi ósk réttlæta… Meira

Vísindi og fræðiVísindi og fræði

Trausti Jónsson | 21.1.2025

Vindhraði og stormar (fleiri línurit)

Trausti Jónsson Enn eru línurit á dagskrá, enn fleiri tímaraðir úr fórum ritstjóra hungurdiska. Í þetta sinn er sjónum beint að vindhraða og illviðratíðni. Illviðratíðnin er það atriði veðursögunnar sem ritstjórinn hefur lengst sinnt (ekki endilega þó best), eða allt… Meira

BloggarBloggar

Ingólfur Sigurðsson | 22.1.2025

Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki

Ingólfur Sigurðsson Lúmskasta þjóðernishreinsunin er sú hættulegasta, sú sem fram fer á Vesturlöndum, gegn Vesturlandabúum, og femínistar og aðrir jafnaðarfasistar standa fyrir henni. Þegar Óðinn bloggari hér gerði ísraelska fánann að sínu fangamarki brást Jónatan vinur… Meira

DægurmálDægurmál

Páll Vilhjálmsson | 21.1.2025

Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst

Páll Vilhjálmsson Eftir embættistök Donald Trump og fyrstu forsetatilskipana eru aðeins tvö kyn opinberlega viðurkennd í Bandaríkjunum. Í tíð Biden fráfarandi forseta var leyft að auðkenna kyn sitt í bandarísku vegabréfi með X. Ekki lengur, nú eru menn annað tveggja karl… Meira

EvrópumálEvrópumál

Heimssýn | 21.1.2025

Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni

  Heimssýn Ríkisstjórnin vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samband Íslands við Evrópusambandið. Það mætti spyrja svona: Viltu að íslenska ríkið leiti samninga um víðtæka fríverslun við Evrópusambandið, sem leyst gæti af kvaðir sem leiða af upptöku laga og reglna… Meira

FjármálFjármál

Bjarni Jónsson | 3.12.2024

Iðnaður í heljargreipum raforkuskorts

Bjarni Jónsson Það er til vitnis um breytileika tilverunnar og ófyrirsjánlega framtíð fyrirtækja á þeirri stundu, þegar fjárfesting fer fram, að raforkuskortur ár eftir ár á Íslandi skuli standa framleiðslunni fyrir þrifum og þar með ávöxtun fjárfestinganna. Vitað var,… Meira

ÍþróttirÍþróttir

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942 | 4.1.2025

Áramóta annáll fyrir 2024

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942 GLEÐILEGT ÁR 2025 Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. Ég var í Texas um áramótin en nennti ekki að skrifa annálinn í símanum svo ég geymdi það þar til ég kom heim. Eins og áður… Meira

KvikmyndirKvikmyndir

Jón Magnússon | 9.3.2024

Siðlaus ríkisafskipti og mismunun

Jón Magnússon Íslenskir skattgreiðendur greiða framleiðendum bandarískra sjónvarpsþátta rúma 4 milljarða eða 35% heildarkostnaðar við framleiðslu þáttana. Er þetta ekki hámark siðleysis ríkisafskipta og niðurgreiðsla launa? Engin siðferðileg eða fjárhagsleg rök… Meira

LjóðLjóð

Höskuldur Búi Jónsson | 3.1.2025

Síðustu stökur ársins 2024

Höskuldur Búi Jónsson Vetrarsólstöður Skammur dimmur dagur drómi freraljómi úti morkið myrkur mæða kulnun glæða. Senn mun roða röðull rísa upp og lýsa sól við grundu gæla græða land og fæða. Jólin Eftir síðasta áratug allflestar þökkum stundir. Við sendum því kveðjur af… Meira

Matur og drykkurMatur og drykkur

FORNLEIFUR | 6.12.2024

Heitt á könnunni ...

FORNLEIFUR Áhyggjulaus æska mín byggði að mestu leyti á verulegri vinnu föður míns sem m.a. ávannst af óhóflegri kaffidrykkju og nýjungargirni Íslendinga. Ég segi frá því með stolti, að ég var sonur heildsala, sem vinstri menn á Íslandi sögðu fólki eins og mér að… Meira

Menntun og skóliMenntun og skóli

Ansy Björg | 27.11.2024

Eru málefni fatlaðra “afgangsefni”

Ansy Björg Nú eru kosningar að koma upp og eins og alltaf fer lítið fyrir baráttumáli fatlaðra. Ég hef á undanförnum árum barist fyrir öllu og þá meina ég ÖLLU fyrir son minn sem er einhverfur og með "þroska röskun" sem telst varla þar sem greining er ekki á blaði.… Meira

SamgöngurSamgöngur

Gunnar Heiðarsson | 4.9.2024

Gæluverkefni

Gunnar Heiðarsson Það er engin neyð fyrir Siglfirðinga þó Strákagöng lokist. Þeir eru með einhverjar bestu samgöngur á landinu, eftir sem áður. Eru í góðu vegsambandi við landið. Vissulega mun það breyta nokkru fyrir þetta samfélag, ef leiðin til vesturs leggst af. En að… Meira

SpaugilegtSpaugilegt

Benedikt V. Warén | 15.1.2025

Tímabært að stoppa rafbílavælurnar.

Benedikt V. Warén Orkuskiptin eru í uppnámi vegna þvermóðsku VinstriGrænna, enda dottnir út af þingi m.a. að stuðla orkusvelti samhliða orkuskiptum. Galin fyrring og skortur á heilbrigðri hugsun. Heyrst hefur, að sumstaðar þar sem eru hleðslustöðvar í boði, fari dísel… Meira

StjórnlagaþingStjórnlagaþing

Jón Þórhallsson | 25.5.2019

Ég er ekki viss um að SKATTKRÓNUM FÁTÆKA FÓLKSINS sé vel varið í að borga mörgum alþingismönnum laun við að ræða einhver þingmál, langt fram eftir nóttu í marga daga:

Jón Þórhallsson Það eru mörg mál á Alþingi þess eðlis að þau þarfnast þess meira að æðstu topparnir í samfélaginu séu duglegri við "AÐ HÖGGVA Á ÓVISSU-HNÚTA" heldur en að þrasa um mál of lengi. Þess vegna ættum við að taka upp franska kosningakerfið hér á landi þ.e.… Meira

SveitarstjórnarkosningarSveitarstjórnarkosningar

Einar Björn Bjarnason | 31.12.2024

Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!

Einar Björn Bjarnason Staðan í stríðinu við árslok er sú: Rússland hefur hernumið ca. 3400 ferkílómetra lands, sl. 12 mánuði. Sem er ca. 2-falt það land Rússland tók, 2023. Hinn bóginn, eru enn milli 7 og 8 þúsund ferkílómetrar eftir af Donetsk héraði. Sóknarhraði Rússa hefur… Meira

TrúmálTrúmál

Gunnlaugur Halldór Halldórsson | 21.1.2025

Bæn dagsins...

Gunnlaugur Halldór Halldórsson Minnist ég Guðs andvarpa ég , hugsi ég mig um missi ég móðinn. Þú heldur augum mínum opnum, mér er órótt og ég má eigi mæla. Ég íhuga fyrir daga, löngu liðin ár. Sálm:77:4-6… Meira

Tölvur og tækniTölvur og tækni

Andri Steinn Jóhannsson | 11.8.2024

Eru gögn og afrit íslenskra fyrirtækja örugg fyrir gagnagíslatökum?

Andri Steinn Jóhannsson Hvað er gagnagíslataka? Ransomware-árás eða gagnagíslataka er tegund netárásar þar sem illgjarn hugbúnaður (e.malware) smitast inn í tölvukerfi, dulkóðar gögn fórnarlambsins og krefst lausnargjalds til að veita aftur aðgang að þeim. Afhverju þarft þú að… Meira

Utanríkismál/alþjóðamálUtanríkismál/alþjóðamál

Frjálst land | 17.1.2025

Línan frá NATO

Frjálst land Okkar utanríkisráðherra/frú fór til aðalritara NATO, gáfnaljóssins Mark Rutte, til þessa að fá línuna sem hann hefur reyndar þegar lagt út: -Koma á stríðsanda (og undribúa stríð við Rússa) -Rússarnir eru að koma (hafa aldrei sýnt áhuga á að ráðast á… Meira

VefurinnVefurinn

Kristján Jón Sveinbjörnsson | 23.8.2024

Ólafur Þór Ólafsson hjá Sjóvá og vafasöm vinnubrögðin

Kristján Jón Sveinbjörnsson Ólafur Þór Ólafsson hjá Sjóvá og vafasöm vinnubrögðin Fjórar rúður hafa tjónast þar af ein rúða sem var með framleiðslugalla, sami gluggarammi og innra glerið í öllum tilfellum, sprungur aldrei á sama stað, í íbúð í fjölbýlishúsi síðan frá og með 2018… Meira

Vinir og fjölskyldaVinir og fjölskylda

Sigurpáll Ingibergsson | 10.8.2024

Klakkur (413 m.) í Færeyjum

Sigurpáll Ingibergsson Þeir eru amk. fimm Klakkarnir á Íslandi. Árið 2012 gekk ég á Klakk í Langjökli (999 m). Nú var kominn tími á að bæta við Klakkasafnið og varð Klakkur á Borðey í Færeyjum næstur. Klakkur (413 m) á Borðey er tilkomumikið fjall norðan við Klakksvík og… Meira
Jóhannes Loftsson | 21.1.2025

Leyndardómur Parísarsamningsins

Jóhannes Loftsson Undirskrift Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á fyrsta degi kom ekki á óvart. Fáir átta sig þó á því að með undirskriftinni var hann að gera Íslendingum mikinn greiða, því hann uppljóstraði stærsta leyndarmáli Parísarsamningsins.… Meira
Stjórnmálin.is | 22.1.2025

Var Íslandi hótað?

Stjórnmálin.is Ég hef stundum furðað mig á því hvers vegna íslenzk stjórnvöld sendu einfaldlega ekki annað bréf til... Lesa meira… Meira
Trausti Jónsson | 21.1.2025

Vindhraði og stormar (fleiri línurit)

Trausti Jónsson Enn eru línurit á dagskrá, enn fleiri tímaraðir úr fórum ritstjóra hungurdiska. Í þetta sinn er sjónum beint að vindhraða og illviðratíðni. Illviðratíðnin er það atriði veðursögunnar sem ritstjórinn hefur lengst sinnt (ekki endilega þó best), eða allt… Meira
Páll Vilhjálmsson | 21.1.2025

Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst

Páll Vilhjálmsson Eftir embættistök Donald Trump og fyrstu forsetatilskipana eru aðeins tvö kyn opinberlega viðurkennd í Bandaríkjunum. Í tíð Biden fráfarandi forseta var leyft að auðkenna kyn sitt í bandarísku vegabréfi með X. Ekki lengur, nú eru menn annað tveggja karl… Meira
Gústaf Adolf Skúlason | 21.1.2025

Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump

Gústaf Adolf Skúlason Donald Trump er sestur við forsetaskrifborðið í Hvíta húsinu og leyfði blaðamönnum að vera með sér dágóðan tíma samtímis og hann skrifaði undir forsetatilskipanir eins og að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu og losa Bandaríkin úr klóm Alþjóða… Meira
Arnar Loftsson | 21.1.2025

Trump tekur til hendinni á fyrsta degi

Arnar Loftsson Gulf of Amercia Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði á þriðjudag að endurnefna Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. „Innan 30 daga frá dagsetningu þessarar fyrirskipunar skal innanríkisráðherrann... grípa til allra viðeigandi aðgerða til að… Meira
Magnús Sigurðsson | 21.1.2025

Stunguskófluslektið komið á kreik

Magnús Sigurðsson Reykjavíkurborg hefur nú úthlutað lóð undir þjóðarhöll . Herlegheitin meta fjármálséní borgarinnar á rúma 2 milljarða. Borgin heldur þannig eftir vel á annan milljarð, -að teknu tilliti til kostnaðarskiptingar borgar og ríkis. Einhverjum kann sjálfsagt… Meira
Óðinn Þórisson | 21.1.2025

Hroki Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins eða félagasamtaka Ingu Sæland ?

Óðinn Þórisson Formanni Flokks fólksisns finnst bara allt í lagi að flokkur greiði ekki til baka peninga frá hinu opinbera sem flokkurinn fékk úthlutað þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaskilirði. Þegar blaðamaður innti formanninn eftir svörum varðandi öryrkja og… Meira
Arnar Þór Jónsson | 21.1.2025

Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.

Arnar Þór Jónsson Eitt fyrsta embættisverk nýs Bandaríkjaforseta var að segja upp aðild BNA að WHO með vísan til þess að WHO sé spillt stofnun sem hafi algjörlega brugðist í "kófinu" og vinni nú á því að skerða fullveldi þjóðríkjanna . WHO er að langmestu leyti fjármögnuð… Meira
Guðjón E. Hreinberg | 22.1.2025

Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"

Guðjón E. Hreinberg Hvernig er hægt að halda fram eins fjarstæðukenndri vitleysu, og í tengdri frétt, eftir allt sem á undan er gengið síðan í febrúar/mars 2020, eftir allt það efni sem allir jónar og gunnur landsins hafa haft aðgang að framhjá upplýsingaóreiðu elítunnar !… Meira
Geir Ágústsson | 21.1.2025

Þeir eru víða, nasistarnir

Geir Ágústsson Árið er núna 2025. Það eru 80 ár síðan Þýskaland nasismans gafst upp og helstu böðlar ríkisins handteknir og jafnvel teknir af lífi. Ekkert nasistaríki hefur orðið til síðan þá. Að vísu lifir systurhugmyndafræði nasismans, kommúnisminn, enn víða góðu… Meira
Jón Magnússon | 20.1.2025

Frábær innsetningarræða Trump

Jón Magnússon Það var með eftirvæntingu sem ég settist niður til að hlusta á innsetningarræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafði lofað ýmsu og spurning var ætlar hann að standa við stóru orðin? Í innsetningarræðunni gaf hann ekkert eftir. Hallarekstur… Meira